top of page
Search

Dauðadalur

Fyrir tæpu ári síðan var ég staddur í Death Valley ásamt vini mínum Richie Graham. Ég flaug út 9. nóvember, daginn eftir að Bandaríkin opnuðu aftur, eftir að hafa skellt í lás vegna Covid-19. Það var sérstök upplifun að fara í gegnum flugvöllinn í Denver. Hann var nánast tómur og það sem vanalega hefði tekið um klukkustund að fara í gegnum tollinn og sækja töskurnar, tók ekki nema fimmtán mínútur.


Mesquite Flat Sand Dunes, Death Valley.

Frá Colorado ferðuðumst við í gegnum Utah og enduðum svo í Kaliforníu. Einn af stöðunum sem við ljósmynduðum saman var Dauðadalurinn - Death Valley. Þarna um miðjan Nóvember var yfir 30 stiga hiti á daginn! Tónaskalinn sem skapast í þessum sandi er ákaflega fallegur. Ég heillaðist að því að ramma þröngt inn og stúdera formin í þessu einstaka samspili ljóss, skugga og sands.


Mesquite Flat Sand Dunes, Death Valley.

Landslagið þarna minnir líka á stundum á hálendið að Fjallabaki, eins og Zabriskie Point. Death Valley er vinsæll þjóðgarður fyrir ljósmyndara. Þar sem aðgengið er auðvelt, má reikna með hópum ljósmyndara ásamt leiðsögumönnum. Þetta var þó eini staðurinn sem við upplifðum það, í tveggja vikna ferð.


Zabriskie Point við sólarupprás, Death Valley.

48 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page