UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

Börkur Arnarson
i8 Gallery

Margir af þeim listamönnum sem við vinnum með láta Chris prenta allt fyrir sig. 

Við höfum unnið ótal verkefni með honum í gegnum árin og skiptir þar mestu skilningur hans á okkar kröfum. Vandvirkur og þolinmóður og eldklár í sínu.

Ragnar Axelsson
Ljósmyndari

Chris er einstakur fagmaður á sínu sviði og við höfum átt afar farsælt samtarf í myndvinnslu fyrir bækur mínar og prent.

Helga Benediktsdóttir Arkitekt FAÍ

Ég hef átt ánægjuleg viðskipti við Chris í gegnum árin. Hann hefur næmt auga fyrir arkitektúr og nálgast viðfangsefnin af öryggi, er fljótur að vinna og skilar alltaf góðu verki. Get óhikað mælt með Chris þegar kemur að ljósmyndun af arkitektúr, jafnt utanhúss sem innan.

Edda Guðrún Sverrisdóttir

Chris hefur myndað þriggja ára dóttur okkar árlega frá fæðingu hennar. Hann er framúrskarandi ljósmyndari og hefur einstaklega ljúfa nærveru. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá hann í heimsókn til okkar.

Christopher Lund, ljósmyndari - Langholtsvegi 126, 104 Reykjavík - s. 822 7601