top of page

BRÚÐKAUP

Ég hef tileinkað mér brúðkaupsljósmyndun sem má kenna við fréttaljósmyndun. Ég reyni að ná raunverulegum augnablikum frekar en að stílfæra þennan dag. Yfir daginn tek ég hundruðir mynda á sama tíma og ég passa upp á að trufla ekki eða vekja athygli á nokkurn hátt. Þannig næ ég augnablikum sem eru ómetanleg og segja söguna á sannan hátt.

 

Ég vinn jafnt með svart/hvítar og litmyndir, Myndatakan af brúðhjónunum eftir athöfn þarf að ganga hratt og vel, því gestirnir bíða! Ég hef það sem reglu að hitta viðskiptavini mína fyrir stóra daginn og fara yfir óskir þeirra og praktíska hluti. Þannig leggjum við grunninn að vel heppnaðri myndatöku.

 

Margar af mínum bestu brúðkaupsmyndum eru frá veislunni. Ég er vel vakandi og fylgist jafnt með brúðhjónum og gestum. Þannig nást fallegar ljósmyndir af þeirri gleði sem ríkir þennan dag.

Ég afgreiði myndirnar mínar ekki albúmi heldur í ljósmyndabók. Myndirnar skila sér vel og eru ýmist stórar, stakar á síðu eða fleiri og minni. Á þessu formi er hægt að leika sér með uppsetningu og skapa einstakan grip fyrir hvern og einn. 

CLD180410_P640356.jpg

FERMINGAR

Fermingarmyndir eru órjúfanlegur hluti þess að fermast. Sumir hugsa með hryllingi til fermingarmyndanna sinna, sérstaklega ef tíska þess tíma var sérstök. En það eru líka tískustraumar í portrett ljósmyndun sem eldast mis vel.

 

Þess vegna er ég svolítið gamaldags þegar það kemur að fermingarmyndum. Mín nálgun er sú að einfaldleikinn sé bestur, bæði hvað varðar lýsingu og pósur. Góð tenging við fermingarbarnið skiptir mestu máli. Góð portrett mynd fangar persónuna og þannig ljósmynd stenst tímans tönn.

BÖRN & FJÖLSKYLDUR

Að ljósmynda börn er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, en um leið með því erfiðasta. Myndatakan verður að vera á þeirra forsendum ef myndirnar eiga að vera góðar og endurspegla þann karakter sem barnið er.

 

Ásamt hefðbundnum myndatökum í studio býð ég upp á að koma heim til ykkar eða við finnum okkur hentugt svæði úti við. Það býður upp á skemmtilega fjölbreytni og börnin eru líklegri til að finna til öryggis á heimavelli. Í slíkum myndatökum eyði ég mun meiri tíma með ykkur og tek mikið af myndum af allri fjölskyldunni, þó með aðaláherslu á börnin. Markmiðið er að búa til ljósmyndabók um fjölskylduna þína, eigulegan grip sem er meira en bara “myndataka".

bottom of page