top of page

FineArt

prentun

Hvað er FineArt prentun?

Það er bleksprautuprentun með pigment bleki á vottaðan sýrufrían pappír. Það tryggir gæði og endingu sem myndlistarfólk og ljósmyndarar sækjast eftir við prentun verka sinna.

En tæki og tól ein og sér tryggja ekki bestu mögulegu útkomu. Til þess þarf  að vinna með myndirnar í myndvinnsluforriti til að aðlaga þær prentferlinu.

 

Tegund pappírs hefur þar mest að segja. Mattur pappír hegðar sér t.d. á annan hátt en luster eða háglans pappír. Hvítan í pappírnum er mismunandi eftir tegundum líka. Það hefur áhrif á björtustu svæði mynda og getur líka sett blæbrigði í mettaða liti.

Ég hef áralanga þjálfun í því að vinna hágæða myndir og prenta jafnt mínar eigin myndir sem og verk annarra ljósmyndara og myndlistarfólks.

Öll prentun fer fram á Epson SC-P9500 með Epson UltraChrome® Pro 12 bleki. Þessi prentun gefur meiri litmettun (Colour Gamut) og þéttni (Dmax) heldur en hefðbundinn ljósmyndapappír. 

Ef þú hefur áhuga að nýta þér þjónustuna sendir þú mér einfaldlega myndirnar í tölvupósti eða notar skráadeiliþjónustu eins og wetransfer eða dropbox (það hentar betur þegar skrárnar eru stórar eða margar).

Ég staðfesti síðan móttöku og læt þig vita hvenær myndirnar eru tilbúnar.

Einfalt og þægilegt!

sc-p9500_intro_edited.png
framed_prints.png

Christopher Lund, ljósmyndari - Langholtsvegi 126, 104 Reykjavík - s. 822 7601

bottom of page