LITGREINING
Þegar gefa á út veglegar myndabækur eins og listaverkabækur eða ljósmyndabækur skiptir myndvinnsla og litgreining miklu máli.
Ég hef mikla reynslu af slíkri vinnu. Þjálfunun byrjaði á unglingsárunum í myrkraherberginu, sem svo þróaðist út í stafræna vinnslu í kringum 1996. Fyrstu árin í stafrænni vinnslu mynda voru lærdómsrík, því á þeim tíma var litstýring í tölvum afar takmörkuð og svokallaðir ICC litaprófílar ekki komnir fram. Ég varð því að setja mig djúpt inn í það hvernig best er að varpa litum á milli litrýmda ólíkra miðla. Prentaðferðir og mismunandi pappírstegundir hafa áhrif á liti og skerpu, svo smátt og smátt hefur safnast í reynslubankann.
Ég komið að ófáum ljósmynda- og listaverkabókum í gegnum tíðina. Mitt hlutverk er að skanna eða ljósmynda frummyndirnar og halda utan um aðsent myndefni. Ég samræmi heildarútlit og tryggi að myndirnar skili sér eins vel og mögulegt er - þó að þær komi úr ýmsum áttum.
Dæmi um bækur sem ég hef annast myndvinnslu og litgreiningu fyrir eru bækurnar um listamennina Kjarval, Svavar Guðnason, Eggert Pétursson, Mikines, Nínu Sæmundsson og Rögnu Róbertsdóttur. Ég hef unnið fyrir Forlagið, JPV Útgáfu, Crymogea og Nesútgáfuna til að nefna nokkur forlög. Einnig hef ég unnið fyrir ljósmyndara eins og Ragnar Axelsson, Pál Stefánsson, Spessa, Einar Fal, Thorsten Henn og marga fleiri.


“Við höfum unnið með Christopher Lund við gerð ýmissa bókverka, m.a. stóru Kjarvalsbókarinnar, bókar um færeyska listmálarannn Mikines, og Síldarsögu Íslendinga. Hann er frábær fagmaður í ljósmyndun og myndvinnslu, vandvirkur, áreiðanlegur og þægilegur að vinna með.”
Erna Sörensen og Einar Matthíasson, Nesútgáfan ehf
Ég hef átt náið samstarf við Ragnar Axelsson. Bækur hans: Veiðimenn Norðursins, Fjallaland, Andlit Norðursins og Jöklar eru ýmist prentaðar í fjórlit-CMYK, Duotone eða Tritone. Ég fylgdi tveimur þeirra í prentsmiðjuna EBS í Verona á Ítalíu. Það er mikill heiður að fá að vinna með Rax og njóta þess trausts. Ragnar hefur alltaf verið minn uppáhaldsljósmyndari og fyrirmynd.
"Christopher Lund er einn sá ljúfasti og geðþekkasti samstarfsmaður sem hægt er að hugsa sér. Hann tekur öllum beiðnum ljúfmannlega, er skipulagður og einbeittur og allt stendur eins og stafur á bók. Hann kann að leysa vandamál og þekkir tækinlegar hliðar þeirra verkefna sem fyrir liggja. Hvort sem það er ljósmyndun, myndvinnsla eða undirbúningur ljósmynda fyrir prentun, allt þetta hefur hann leyst fumlaust og vel og alltaf með sama yfirvegaða og ljúfa fasinu."
Kristján B. Jónsson, Crymogea ehf.

