top of page

Vitni er yfirskrift nýrrar ljósmyndasýningar með myndum eftir Christopher Lund sem opnuð var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 6. júní og stóð til 13. september 2020.

Sýningin var opnuð á merkilegum tíma þegar viðfangsefni hennar var tímabundið horfið. Gesturinn sem var kominn til að sjá fossa falla, jökla skríða og brim sverfa var horfinn. Nú var náttúra Íslands aftur orðin ein. Hver var þessi gestur, var honum boðið hingað? Hvern var hann að heimsækja? Hverju leitaði hann að? Hvað dró hann hingað um óravegu?

„Með því að beina athyglinni að ferðamanninum - vitninu - langaði mig að stíga skrefið í áttina að honum og rjúfa þann ósýnilega múr sem virðist vera á milli okkar. Ég varð því líka vitni. Nú þegar erlendu ferðamennirnir eru horfnir úr íslenskri náttúru og við blasir að Íslendingar verða ferðamenn sumarsins 2020, velti ég því fyrir mér hvort það sé svo mikill munur á okkur og erlendum gestum okkar? Erum við ekki líka að leita eftir tengingu?

 

Ég vona að í sumar enduruppgötvi Íslendingar fjársjóðinn sem býr í landinu okkar og innra með okkur sjálfum.“

 

Christopher Lund, júní 2020

Dettifoss 120x90 cm

Dettifoss 120x90 cm

Vitni

bottom of page