top of page

STARFSMANNAMYNDIR

Ímynd fyrirtækja skapast ekki síst af því myndefni sem þau birta á heimasíðum eða í annari útgáfu. Góðar ljósmyndir af starfsfólki fyrirtækja gefur til kynna öflugt teymi og fagmennsku. 

 

Ég býð upp á starfsmannatökur annað hvort í eigin studio eða kem á vinnustaðinn með búnaðinn. Ég ljósmynda beint inn á tölvu, starfsfólkið velur myndina með mér og þannig tryggjum við ánægju þeirra og gott heildarútlit mynda.

Í starfi mínu sem stjórnandi fyrirtækja, í mörgum löndum, síðastliðin tuttugu ár, hef ég unnið með mörgum ljósmyndurum, bæði í innra sem ytra markaðsstarfi. Chris er eflaust einn sá besti ljósmyndari sem ég hef unnið með, og það er sönn ánægja og heiður að vinna með honum.

 

Öll okkar geta ýtt á takka á myndavél, en fá okkar geta fest á filmu rétta augnablikið. Chris er með þetta auka skilningarvit og mjög gott auga. Hann getur alltaf sett rétta sjónarhornið á hlutina og gripið bestu stemminguna eða augnablikið, hvert svo sem verkefnið er. Rúsínan í pylsuendanum er að Chris vinnur mjög hratt og skilvirkt, þannig að saman náum við að koma miklu í verk”

Magnús Norðdahl.

ÍMYNDARMYNDIR

“Chris hefur tekið fyrir okkur ljósmyndir fyrir ársskýrslur, vefi og bæklinga. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og skemmtilegur í samvinnu.”

Ég býð alhliða ljósmyndaþjónustu til handa fyrirtækjum og stofnunum sem vilja skapa myndefni sem endurspeglar starfsemina á lifandi hátt. Hér eru nokkur dæmi frá Íslenskri Erfðagreiningu.

Jón Gústafsson, Íslensk Erfðagreining.

RÁÐSTEFNUR

Ef fyrirtækið þitt heldur eða tekur þátt í ráðstefnum eða öðrum viðburðum er dýrmætt að eiga gott myndefni af því, bæði fyrir kynningar og fréttatengt efni.. Ég hef ferðast víða um heim til að ljósmynda ráðstefnur LS Retail. Hér eru nokkrar myndir frá Dubai, Róm og Madrid.

bottom of page