top of page
Iceland-Arnarstapi-DSC7631.jpg

Landslag

Ísland er ekki bara eitthvað land – það er meira eins og pláneta. Að vera héðan gefur manni einstaka tilfinningu fyrir því að tilheyra og skipta máli. Og vegna þess að landið og við erum eitt verður verndun þess ekki bara áhugamál heldur lífsspursmál. 

 

En til að vilja vernda eitthvað þarftu fyrst að vita að það er til. Sjá það annað hvort með berum augum eða á mynd. Þannig færðu tækifæri til að tengjast því tilfinningaböndum og þegar sú tenging myndast vaknar köllun til að vernda það.

 

Ég fékk mína fyrstu myndavél fimm ára gamall. Ljósmyndun varð snemma hluti af lífi mínu þar sem faðir minn er ljósmyndari. Á mínum æskuárum ferðaðist ég um allt land með honum auk þess sem við flugum í lítlli Cessnu til að taka loftmyndir. Ég fékk þannig einstakt tækifæri til að sjá landið bæði úr lofti og í nærmynd og eignast þetta dýrmæta samband. 

 

En þetta tækifæri hafa ekki allir fengið og það er því von mín að myndirnar mínar geti fært fólk nær þeim fjársjóði sem í landinu býr og um leið verði til fleiri talsmenn þess og verndarar.

bottom of page