top of page

Litgreining

RGB -> CMYK

  • 1 hour
  • Fáðu tilboð
  • -

Service Description

Ég tek að mér litgreiningu mynda og vörpun lita frá RGB yfir í CMYK. Þegar gefa á út veglegar myndabækur eins og listaverkabækur eða ljósmyndabækur skiptir myndvinnsla og litgreining miklu máli. Ég hef mikla reynslu af slíkri vinnu. Þjálfunun byrjaði á unglingsárunum í myrkraherberginu, sem svo þróaðist út í stafræna vinnslu í kringum 1996. Fyrstu árin í stafrænni vinnslu mynda voru lærdómsrík, því á þeim tíma var litstýring í tölvum afar takmörkuð og svokallaðir ICC litaprófílar ekki komnir fram. Ég varð því að setja mig djúpt inn í það hvernig best er að varpa litum á milli litrýmda ólíkra miðla. Prentaðferðir og mismunandi pappírstegundir hafa áhrif á liti og skerpu, svo smátt og smátt hefur safnast í reynslubankann. Ég komið að ófáum ljósmynda- og listaverkabókum í gegnum tíðina. Mitt hlutverk er að skanna eða ljósmynda frummyndirnar og halda utan um aðsent myndefni. Ég samræmi heildarútlit og tryggi að myndirnar skili sér eins vel og mögulegt er - þó að þær komi úr ýmsum áttum. Hafðu samband og fáðu tilboð í litgreiningu.


Contact Details

+354 8227601

chris@chris.is

Langholtsvegur 126, 104 Reykjavík, Iceland


bottom of page