top of page

Fermingarmyndataka

Studio og/eða útimyndataka

  • 1 hour 30 minutes
  • Frá 55.000 kr.
  • -

Service Description

Fermingarmyndir eru órjúfanlegur hluti þess að fermast. Sumir hugsa með hryllingi til fermingarmyndanna sinna, sérstaklega ef tíska þess tíma var sérstök. En það eru líka tískustraumar í portrett ljósmyndun sem eldast mis vel. Þess vegna er ég svolítið íhaldssamur þegar það kemur að fermingarmyndum. Mín nálgun er sú að einfaldleikinn sé bestur, bæði hvað varðar lýsingu og pósur. Góð tenging við fermingarbarnið skiptir mestu máli. Góð portrett mynd fangar persónuna og stenst því tímans tönn. Fermingarmyndatakan fer fram í studio og gjarnan utandyra ef veður leyfir. Grunnpakkinn inniheldur 15 myndir sem ég afgreiði prentaðar á fallegan pappír í 13x18 cm stærð og einnig á stafrænu formi. Hægt er að bæta við myndum eða breyta pakkanum eftir þörfum hvers og eins. Ef við notum tækifærið og tökum myndir af fjölskyldunni við sama tækfæri er mögulegt að fá myndirnar afgreiddar í fallegri ljósmyndabók. Hafðu samband og við finnum út hvað hentar ykkur best.


Contact Details

+354 8227601

chris@chris.is

Langholtsvegur 126, 104 Reykjavík, Iceland


bottom of page