top of page

Brúðkaup - Allur dagurinn

Brúðkaupsdagurinn skrásettur í heild sinni

  • 10 hr
  • 390.000 íslenskar krónur
  • -

Service Description

Ég hef tileinkað mér brúðkaupsljósmyndun sem má kenna við fréttaljósmyndun. Ég reyni að ná raunverulegum augnablikum frekar en að stílfæra þennan dag. Yfir daginn tek ég hundruðir mynda á sama tíma og ég passa upp á að trufla ekki eða vekja athygli á nokkurn hátt. Þannig næ ég augnablikum sem eru ómetanleg og segja söguna á sannan hátt. Myndatakan af brúðhjónunum eftir athöfn þarf að ganga hratt og vel, því gestirnir bíða! Ég hef það sem reglu að hitta viðskiptavini mína fyrir stóra daginn og fara yfir óskir þeirra og praktíska hluti. Þannig leggjum við grunninn að vel heppnaðri myndatöku. Margar af mínum bestu brúðkaupsmyndum eru frá veislunni. Ég er vel vakandi og fylgist jafnt með brúðhjónum og gestum. Þannig nást fallegar ljósmyndir af þeirri gleði sem ríkir þennan dag. Ég afgreiði myndirnar mínar ekki albúmi heldur í ljósmyndabók. Myndirnar skila sér vel og eru ýmist stórar, stakar á síðu eða fleiri og minni. Á þessu formi er hægt að leika sér með uppsetningu og skapa einstakan grip fyrir hvern og einn. Í bókinni verða í kringum 250 fullunnar myndir. Þið fáið líka myndirnar á rafrænu formi í lokuðu vefgallery. Ég vinn jafnt með svart/hvítar og litmyndir, allt eftir því hvað hentar best miðað við ljósið og umhverfið.


Contact Details

+354 8227601

chris@chris.is

Langholtsvegur 126, 104 Reykjavík, Iceland


bottom of page