top of page

Barnamyndataka

Heimamyndataka eða í studio. Inni- og útimyndir.

  • 2 hr
  • Frá 75.000 kr
  • -

Service Description

Að ljósmynda börn er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, en um leið með því erfiðasta. Myndatakan verður að vera á þeirra forsendum ef myndirnar eiga að vera góðar og endurspegla þann karakter sem barnið er. Ásamt hefðbundnum myndatökum í studio býð ég upp á að koma heim til ykkar eða við finnum okkur hentugt svæði úti við. Það býður upp á skemmtilega fjölbreytni og börnin eru líklegri til að finna til öryggis á heimavelli. Í slíkum myndatökum eyði ég mun meiri tíma með ykkur og tek mikið af myndum af allri fjölskyldunni, þó með aðaláherslu á börnin. Markmiðið er að búa til ljósmyndabók um fjölskylduna þína, eigulegan grip sem er meira en bara “myndataka". Ég afgreiði um 50-70 fullunnar myndir í fallegri ljósmyndabók og á stafrænu formi. Hægt er að sníða pakkann að þörfum hvers og eins - taka fjölskyldumyndir við sama tækifæri sem dæmi. Hafðu samband til að ræða útfærsluna sem hentar þér.


Contact Details

+354 8227601

chris@chris.is

Langholtsvegur 126, 104 Reykjavík, Iceland


bottom of page