top of page

Iceland - Contrasts in Nature

00000
kr5 126
In stock
1
Product Details

Ljósmyndabókin Iceland - Contrasts in Nature eftir Christopher Lund.

Bókin er 25 x 25 cm að stærð, 144 síður og inniheldur 130 landslagsmyndir frá Íslandi teknar á ferðum mínum um landið síðustu 10 ár.

Eins og titillinn gefur til kynna sýnir bókin andstæðurnar í landinu. Umbrotið er einfalt, hver mynd fær rými til að anda og opnurnar eru andstæður - eða hliðstæður. Hér er á ferðinni persónuleg bók sem er fallega prentuð á Gardamatt smooth 170g pappír. Myndirnar eru lakkaðar til að hámarka dýpt tóna og lita. Hún er harðspjalda, með álímdri kápu sem er húðuð mattri áferð sem gerir hana mjúka viðkomu.

Bókin er tilvalin til gjafa, ekki síst til erlendra ættingja, vina eða viðskiptavina.

Þakklátur fyrir að njóta náttúru þessa lands og sem virkur verndari hennar mun ég gefa 10% af tekjum mínum af bókinni til Landverndar, sem er þátttakandi í 1% for the Planet.

Save this product for later
bottom of page