top of page
Search

Ný netverslun með ljósmyndir

Updated: Jun 5, 2020
Nú er ég búinn að setja í loftið netverslun með ljósmyndir eftir mig. Þar finnur þú bæði FineArt ljósmyndaprint í mismunandi stærðum og einnig tilbúnar myndir rammaðar inn í fallega eikarramma undir glampafríu gleri með UV vörn. Eingöngu bestu mögulegu hráefni eru notuð og allar myndir eru áritaðar og prentaðar í takmörkuðu upplagi.Hér er líka hægt að kaupa ljósmyndabókina mína Iceland - Contrasts in Nature og sérvalin FineArt print úr bókinni. Á vinnustofu minni Prentsjoppunni að Langholtsvegi 126 er hægt að skoða myndirnar og velta fyrir sér stærðum og rammategundum.


Stundum er fólk að leita eftir ákveðnum litum eða áferð í verkum til að hengja upp heima hjá sér - eitthvað sem tónar við umhverfið. Ef þú ert í þessum hugleiðingum skoðaðu endilega úrvalið hér á síðunni og ekki hika við að hafa samband ef þú vilt kanna hvort ég eigi myndina sem hentar þér.237 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page