Mánuður í Mötuneytinu
Ég er orðinn nokkuð lunkinn við að flytja vinnuaðstöðuna mína. Í þetta sinn færi ég mig frá fiskveiðiflota Reykvíkinga nær stórskipahöfninni.
Hér í gömlu Kassagerðinni er þessi fína vinnustofa nokkurra ljósmyndara sem ber heitið Mötuneytið. Nafnið er dregið af því að hér á 2. hæð hússins var mötuneyti gömlu Kassagerðarinnar.

Hér voru fyrir þau Spessi, Atli Már, Sigga Ella, Jóhann Smári og ég held einhverjir fleiri sem enn hafa ekki mætt til vinnu. Freelance lífið maður, þetta pakk vinnur ekkert! :)
Sem fyrr hef ég góða aðstöðu til ljósmyndunar, myndvinnslu, prentunar og kaffidrykkju. Komið því fagnandi kæru vinir!