top of page
Search
Writer's pictureChristopher Lund

Gullið við fossinn

Ég las grein um daginn eftir erlendan ferðaljósmyndara sem hefur atvinnu af því að selja myndir til ferðaskrifstofa og annarra aðila í ferðamannabransanum. Hann talaði um það að myndirnar sem hann lifir á séu myndir af þekktustu stöðunum. Þær seljast stöðugt á meðan að gullfallegar myndir af stórkostlegri náttúru e-h staðar langt út fyrir troðnar slóðir seljast lítið. Staðreyndin er sú að flestir ferðamanna fara einungis á þekktustu staðina og því er eftirspurnin eftir myndefni frá þeim stöðum talsvert meiri.


Þetta fékk mig til að hugsa, því ég á pínlega fáar myndir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins - hinni heilögu þrenningu: Þingvöllum, Geysi og Gullfoss. Og ég minnist þess að hafa verið spurður um myndir frá "Gullhringnum" og lítið átt nema eldgamlar myndir til að sýna.



Því ákvað ég í gær að sjá hvort ég gæti fangað eitthvað við Gullfoss, Aðstæður voru snúnar því birtan var hörð og neðri hlutinn kominn í skugga. Ég ákvað því að ganga upp á vesturbrúnina og sjá hvort ég gæti náð einhverju með því að mynda niður í gljúfrið með lengri linsu. Þá kom ég auga á hvernig úðinn frá fossinum fór einstaka sinnum nógu hátt til þess að sólin næði að lýsa hann upp. Ég skaut nokkra ramma með 70-200mm linsunni á Sony A7rIII og þetta var útkoman. Ég er bara nokkuð sáttur að hafa loks náð að fanga gullið við fossinn :)

365 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page