top of page
Search

Grandaflutningar

Enn á ný flyt ég vinnustofuna á Grandanum. Ég kveð Gunnar Svanberg og Pétur Þór á Hólmaslóð 6 en leigi nú hjá Marino Thorlacius að Fiskislóð 31. Ég leigði einmitt síðast pláss hjá honum á Hólmaslóð 4 – svo þetta er nú kunnulegt allt saman :)


Á Fiskislóðnni mun ég m.a. blása nýju lífi í prentþjónustuna, en á næstunni mun ég fá afhentan nýjan Epson SC 9000 bleksprautuprentara, en hann leysir Canon iPF8300 af hólmi eftir áralanga og dygga þjónustu. Ég er mjög spenntur fyrir þessari uppfærslu og hlakka til að leysa prentverkefnin enn betur fyrir viðskiptavinina. Prentarinn á ekki síst að skila svart/hvítum myndum betur með endurbættu bleki.


Á Fiskislóð 31 finnið þið mig í bili B – 104. Hurðin er merkt Ratel en það er firmanafnið hans Marino. Hlakka til að sjá ykkur!

41 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page