top of page

Contrasts Limited Edition

Contrast Limited Edition
Um er að ræða myndir frá sýningunni Iceland - Contrasts in Nature.
Þessar myndir verða eingöngu prentaðar í þremur eintökum. Þegar þau klárast verða þær ekki seldar framar.

Prentun og frágangur
Myndirnar eru prentaðar með pigment bleki á Epson FineArt Cotton Smooth Bright 310g baðmullar pappír. Þær eru upplímdar með sýrufríu efni og innrammaðar í eikarramma ásamt millilista og Artglass AR70 glampafríu gleri. Hægt er að fá þær í annars konar ramma sé þess óskað.

Áritaðar með upprunavottorði
Hver mynd er árituð og númeruð af höfundi. Kaupandi fær ennfremur skjal sem staðfestir eintakafjölda, númer myndar og yfirlýsingu um uppruna þess.

bottom of page